Mýs sem hlaupa endalaust

Þær geta hlaupið stanslaust á hraðanum 20 metrar á mínútu í allt að sex klukkustundir og borða 60 prósent meira en venjulegar mýs, án þess að fitna. Þær lifa lengur, hafa meiri kynhvöt, geta átt afkvæmi mun síðar á ævinni, eru árásargjarnari og hafa 70 prósent meiri vöðvamassa en venjulegar mýs.

Fyrirbærinu er lýst sem „ofurmúsum", en um er að ræða erfðabreyttar mýs sem kunna m.a. að geta veitt mikilvægar upplýsingar um hvernig líkaminn bregst við álagi á bein með aukinni vöðvamyndun.

„Efnaskiptum þeirra svipar til þess þegar Lance Armstrong hjólar um Pýreneafjöllin; þær sækja orku í fitusýrur og framleiða mjög lítið af mjólkursýru," sagði Richard Hanson, prófessor í lífefnafræði við Case Western Reserve-háskóla í Cleveland í Ohio, um tilraunadýrin 500, sem hann bar saman við einn mesta hjólreiðakappa fyrr og síðar. Hraðinn sem mýsnar hlaupa á jafngildir 1,2 km á klukkustund, sem að sjálfsögðu telst mjög mikið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert