Netaðgangur hvergi meiri í heiminum en á Íslandi

Hvergi í heiminum er netaðgangur almennari en á Íslandi.

Hvergi í heiminum er netaðgangur almennari en á Íslandi.
mbl.is

Netaðgangur er hvergi meiri í heiminum en á Íslandi en 69,8% landsmanna hafa aðgang að Netinu. Svíþjóð er í öðru sæti með 64,68%, Danmörk í þriðja með 60,38%, fjórða sætið skipar Hong Kong með 59,58% og í fimmmta sæti eru Bandaríkjamenn með 59,1%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru á vefsíðunni Nua.com. Raunar hafa íslenskar kannanir á vegum forsætisráðuneytisins sýnt að nærri 80% landsmanna á aldrinum 16-75 ára hafi aðgang að Netinu.

Nua segir að alls hafi um 10% íbúa heimsins aðgang að Netinu. Netnotendur á heimsvísu eru nú 580,78 milljónir sem er aukning upp á 173,68 milljónir frá því í desember 2000.

Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að í fyrsta sinn eru netnotendur flestir í Evrópu. Alls 185,83 milljónir Evrópubúa nota netið miðað við 182,83 milljónir í Bandaríkjunum og Kanada.

Bilið er mikið varðandi netnotkun íbúa þróunar- og þróaðra ríkja. Evrópubúar eru 32% af netnotendum heimsins en á meðan aðeins 6% eru í Suður-Ameríku og 2% samanlagt í Mið-Austurlöndum og Afríku.

Heimasíða Nua

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert