Margmiðlun kynnir Interwoven 5 Platform

Margmiðlun hf. hefur náð samkomulagi við Interwoven, Inc, markaðsleiðandi framleiðanda á efnisumsýslulausnum, sem gerir Margmiðlun kleift að bjóða efnisumsýslukerfið Interwoven 5 Platform á íslenskum markaði. Margmiðlun mun kynna Interwoven 5 Platform á Agora-sýningunni sem fer fram í Laugardalshöll dagana 10.-12. október.

Í tilkynningu frá Margmiðlun segir að efnisumsýslukerfið geri fyrirtækjum og stofnunum kleift að birta og stýra upplýsingum á vefsvæði, til upplýsinga fyrir viðskiptavini, eða á innra neti fyrir samnýtingu þeirra.

Fram kemur í tilkynningunni að um þessar mundir noti rúmlega 1.100 fyrirtæki um allan heim efnisumsýslulausnir frá Interwoven og meðal þeirra séu fyrirtæki á borð við Siemens, Proctor & Gamble, Fuji Xerox, Credit Suisse First Boston (CSFB), American Airlines, British Airways og Boeing.

Heimasíða Interwoven

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert