Harrius Potter

Bækurnar um Harry Potter, frægasta galdrastrák í heimi, verða þýddar á latínu og forngrísku en höfundur bókanna, J.K. Rowling, vonast til þess að þýðingarnar hvetji nemendur í tungumálanámi.

Bloomsbury, útgefandi bókarinnar „Harry Potter og viskusteinninn" í Bretlandi, hefur ráðið kennara á eftirlaunum, Peter Needham, til að þýða bókina á latínu. Needham kenndi í 30 ár við Eton-skóla, sem er frægasti einkaskóli á Bretlandi, en Needham hefur ákveðið að kalla galdrastrákinn Harrius Potter. Bloomsbury leitar enn að grískuþýðanda. „Við lifum ekki í þeirri blekkingu að útgáfurnar á latínu og grísku verði metsölubækur en við teljum að latínu- og grískunemendur eigi eftir að hafa meira gaman af náminu," sagði Emma Matthewson hjá Bloomsbury í samtali við breska dagblaðið The Daily Telegraph. Potter-bækurnar hafa selst í meira en 100 milljónum eintaka um heim allan og verið þýddar á meira en 40 tungumál. Auk þess hefur fyrsta myndin um galdrastrákin notið metvinsælda. Aldrei kitla sofandi drekaRowling er hrifin af klassískum fræðum og lagði stund á þau auk frönsku í háskóla, áður en hún ákvað að einbeita sér að frönskunni. Í Potter-bókunum fyrirfinnst fjöldi klassískra tilvísana. Mörg galdraheitin eru á latínu. Hnoðri, hundurinn með höfuðin þrjú sem gætir viskusteinsins, er byggður á goðsagnaverunni Cerberus. Ennfremur eru einkennisorð Hogwart-skólans, „Draco Dormiens Nunquam Titillandus", eða „Aldrei kitla sofandi dreka".
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson