mið. 25. apr. 2007 17:59
Bjórgátan mikla leyst
Hvers vegna hjaðnar froðan á ljósum bjór hraðar en á dökkum? Tveir virtir vísindamenn greina frá því í breska vísindatímaritinu Nature að þeir hafi sett saman jöfnu til að lýsa bjórfroðu.

Hún er samsett úr örsmáum loftbólum og lögun þeirra hefur áhrif á hversu hratt þær hreyfast. Því hraðar sem þær hreyfast, því fyrr springa þær og froðan hjaðnar.

Robert MacPherson, stærðfræðingur við rannsóknastofnun við Princeton-háskóla í New Jersey, og David Srolovitz, eðlisfræðingur við Yeshiva-háskóla í New York, hafa búið til jöfnu til að reikna út hreyfingar bólanna.

Eru rannsóknir þeirra byggðar á rannsóknum tölvunarfræðifrumherjans John von Neumann, sem setti saman jöfnu árið 1952.

Útreikningum á bjórfroðuatferli svipar til kornanna málmum og leir, þannig að jafna MacPhersons og Srolovitz ætti að nýtast víðar en til að leysa hina aldagömlu bjórgátu.

til baka