þri. 22. apr. 2014 08:10
Jürgen Klopp er af mörgum talinn sá líklegasti til að taka við Manchester United.
Klopp, van Gaal eða Simeone?

Þrír menn eru fyrst og fremst nefndir til sögunnar í enskum fjölmiðlum sem mögulegir arftakar Davids Moyes í stóli knattspyrnustjóra Manchester United en félagið staðfesti brottvikningu hans í morgun.

Þetta eru þeir Jürgen Klopp hjá Borussia Dortmund, Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollendinga, og Diego Simeone hjá Atlético Madríd.

Klopp hefur vakið mikla athygli með Dortmund undanfarin ár og Simeone hefur slegið í gegn með lið Atlético í vetur. Van Gaal er þrautreyndur og hefur unnið stóra titla með Barcelona, Ajax og Bayern München.

Þá er Ryan Giggs ofarlega á lista hjá veðbönkum en hann stýrir liðinu út leiktíðina.

til baka