mán. 21. júlí 2014 21:10
Aron Sigurđarson sóknarmađur Fjölnis međ boltann í leiknum á Víkingsvelli í kvöld.
Síđbúiđ mark Taskovic tryggđi Víkingum sigur

Víkingur R. og Fjölnir áttust viđ í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í afar bragđdaufum leik. Víkingar náđu hins vegar ađ kreista fram sigurmark á 89. mínútu leiksins en markiđ var í raun eina alvöru fćri Víkinga í leiknum. Lokatölur urđu 1:0.

Fyrri hálfleikur var afskaplega daufur og afar fátt markvert gerđist. Fjölnismenn fengu líklega hćttulegasta fćriđ eftir hornspyrnu ţegar ađ Atli Már Ţorbergsson varnarmađur ţeirra var hársbreidd frá ţví ađ reka höfuđiđ í boltann viđ marklínuna á 28. mínútu.

Flautukonsert Guđmundar Ársćls Guđmundssonar, dómara gerđi í raun slćman leik enn verri en hann flautađi nánast á hvert einasta atriđi sem átti sér stađ í leiknum sem komst aldrei í gang.

Leikurinn, áhorfendur til mikillar mćđu, var eins í síđari hálfleik. Fátt markvert gerđist, líklega var hćttulegasta fćri leiksins fram ađ markinu fćri Fjölnismanna ţegar varamađurinn Matthew Ratajczak átti skalla ađ marki, en sá var laflaus.

Víkingar voru ţó sterkari í leiknum, héldu boltanum meira en náđu ekki ađ skapa sér nein alvöru marktćkifćri fyrr en á á 89. mínútu ţegar fyrirliđi ţeirra Igor Taskovic skorađi mark ţeirra međ góđu skoti eftir nokkuđ ţunga sókn Víkinga.

Fylgst var međ gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Til ađ fylgjast međ öllum leikjum kvöldsins, smelliđ á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

til baka