mán. 21. júlí 2014 21:59
Heimir: Náði að rífast við áhorfendur og Willum

„Mér fannst þetta frábær karaktersigur hjá FH-liðinu eftir að hafa verið manni færri í rúmar 50 mínútur,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 4:2-sigur á Breiðabliki í 12. umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum endurheimti FH toppsætið í deildinni og hefur nú 28 stig.

„Eftir að Kassim var rekinn af velli, þá finnst mér að reynt lið eins og við erum, eigi ekki að stressast upp og fá á sig mark. Við áttum að klára fyrri hálfleikinn betur,“ sagði Heimir.

„Ég var óvenju heitur í kvöld. Ég náði held ég að rífast við flesta á svæðinu, við áhorfendur, Willum og einhverja fleiri. En ég hef ekkert út á dómgæsluna að setja,“ sagði Heimir meðal annars eftir leikinn.

Viðtalið við Heimi Guðjónsson má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

til baka