þri. 22. júlí 2014 08:00
Michael Præst er einn fjölmargra Dana sem hefur spilað fyrir Stjörnuna undanfarin ár.
Heilt lið af Dönum komið til Stjörnunnar

Sóknarmaðurinn Rolf Toft er ellefti danski leikmaðurinn sem Stjarnan úr Garðabæ teflir fram í úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Toft kom til liðs við Stjörnuna í síðustu viku til að leysa af hólmi landa sinn, Jeppe Hansen, og fer vel af stað. Hann krækti í vítaspyrnu eftir örfáar mínútur sem varamaður gegn Motherwell í Evrópudeildinni síðasta fimmtudag og á sunnudagskvöldið gerði Toft eitt marka Stjörnunnar þegar liðið komst á topp deildarinnar með 3:1 sigri á Fylki í Árbænum.

Stjörnumenn hafa nær eingöngu horft til Danmerkur á undanförnum árum þegar þeir hafa leitað eftir liðsauka út fyrir landsteinana. Reyndar eru þeir með Pablo Punyed frá El Salvador í sínu liði í dag og í fyrra lék Norðmaðurinn Robert Sandnes með þeim. Að öðru leyti hafa það verið Danir sem hafa klæðst Stjörnubúningnum.

Bödker er lykilmaður

Það er danski aðstoðar- og markvarðaþjálfarinn Henrik Bödker sem á stærstan þátt í að fá alla þessa Dani í Garðabæinn en hann er með góð sambönd í heimalandi sínu. Bödker er 33 ára gamall, sjálfur fyrrverandi markvörður, og lék með ÍBV, Hetti, Þrótti og Víði í Garði áður en hann kom í þjálfarateymi Stjörnunnar.

Stjarnan gæti stillt upp öflugu liði sem væri eingöngu skipað þeim Dönum sem hafa leikið með liðinu á undanförnum árum.

Sjá má í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag hvernig dönsku liði Stjörnunnar er stillt upp.

til baka