þri. 22. júlí 2014 09:23
Karen Knútsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins.
Mæta Makedóníu og Ítalíu

Ísland leikur í riðli með Makedóníu og Ítalíu í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik en lokakeppnin fer fram í Danmörku í árslok 2015.

Dregið var í riðlana rétt í þessu en þar voru fjórtán þjóðir dregnar í fjóra riðla í forkeppninni. Þeir eru þannig skipaðir:

1. riðill:
Slóvenía, Hvíta-Rússland, Sviss, Grikkland

2. riðill:
Tyrkland, Austurríki, Portúgal, Ísrael.

3. riðill:
Makedónía, Ísland, Ítalía

4. riðill:
Tékkland, Litháen, Aserbaídsjan

Sigurvegarar riðlanna fara í umspil um sæti á HM.

til baka