þri. 26. ágú. 2014 14:40
Handbolti.
Nýtt lið í 1. deild karla

Mótanefnd Handknattleikssambands Íslands hefur borist skráning frá Sunnlenska Í.F. þar sem óskað er eftir því að bæta liði í 1.deild karla, það er næst efstu deild. Mótanefnd HSÍ hefur ákveðið að verða við beiðninni þótt skráningarfrestur til þátttöku á Íslandsmótinu í handknattleik hafi runnið út um miðjan maí. 

 Vegna þessa varð að töfludraga aftur og hefur það nú verið gert. 

Þar með taka níu lið þátt í 1. deild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili og alls 19 lið í deildunum tveimur en fjölgað var í vor í úrvalsdeildinni, Olís-deild karla, um tvö þannig að nú leika 10 lið í deildinni. 

til baka