þri. 26. ágú. 2014 20:23
Úr leik Vals og Stjörnunnar í kvöld.
Valur náði jafntefli gegn Stjörnunni

Valur varð í kvöld fyrsta liðið frá 1. umferð Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu í sumar til þess að ná stigi gegn toppliði Stjörnunnar, þegar liðin skildu jöfn, 0:0 á Hlíðarenda í kvöld. Stjarnan er þó eftir sem áður á toppi deildarinnar, nú með 37 stig, en Breiðablik saxar á forskot Stjörnunnar eftir útisigur á Selfossi, 2:1 í kvöld.

Í Vestmannaeyjum burstaði ÍBV lið Aftureldingar 8:0 á sama tíma og Fylkir hafði betur gegn FH, 3:1 í Kaplakrika þar sem Anna Björg Björnsdóttir skoraði öll mörk Fylkiskvenna.

Þór/KA heldur þriðja sætinu eftir nauman sigur á botnliði ÍA, 1:0.

Úrslit kvöldsins í Pepsi-deild kvenna

FH – Fylkir, 1:3
Erna Guðrún Magnúsdóttir 43 – Anna Björg Björnsdóttir 9., 28., 90. Rautt spjald: Ruth Þórðar Þórðardóttir (Fylki) 90.

ÍBV – Afturelding, 8:0
Kristín Erna Sigurlásdóttir 7., Þórhildur Ólafsdóttir 20., Vesna Elísa Smiljkovic 37., 65., Bryndís Hrönn Kristinsdóttir 40., sjálfsmark 47., Díana Dögg Magnúsdóttir 84.

Selfoss – Breiðablik, 1:2
Eva Lind Elíasdóttir 90 – Fanndís Friðriksdóttir 19., Telma Hjaltalín Þrastardóttir 46.

Valur – Stjarnan, 0:0

Þór/KA – ÍA, 1:0
Anna Rakel Pétursdóttir 61.

Staðan eftir leikina: Stjarnan 37, Breiðablik 31, Þór/KA 27, Fylkir 26, Selfoss 23, Valur 22, ÍBV 18, Afturelding 9, FH 7, ÍA 1.

til baka