sun. 31. ágú. 2014 20:08
Þórsarinn Orri Freyr Hjaltalín og Víkingurinn, Pape Mamadou Faye.
Þórsarar nánast fallnir eftir enn eitt tapið

Þórsarar eru nánast fallnir úr Pepsi-deild karla í knattspyrnu eftir 1:0-tap á heimavelli gegn Víkingi. Þórsarar eru nú níu stigum frá öruggu sæti þegar tólf stig eru eftir í pottinum.

Leikurinn fór fram við erfið skilyrði, hávaðarok úr suðaustri feykti mold, sandi og aldinni ösku af hálendinu yfir völlinn og þegar á leið var orðið verulega dimmt en leiknum var frestað um korter.

Fátt var um fína drætti í leiknum og áttu leikmenn stundum í erfiðleikum með fleygbogaspyrnurnar. Það var Michael Abnett sem skoraði eina mark leiksins fyrir Víkinga sem voru öllu sterkari í leiknum.

Víkingar halda fimm stiga bili á Val í keppninni um Evrópusæti og þeim tókst að saxa á KR-ingana í þriðja sæti deildarinnar. Þórsarar eu í svakalega djúpri holu og eru nú níu stigum frá fallsæti. Tólf stig eru þó enn eftir í hinum margfræga potti og þótt allir séu fyrir nokkru búnir að dæma norðanmenn niður í 1. deild þá er enn smá von.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér að neðan, en einnig má fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í ÍSLENSKI BOLT­INN Í BEINNI hér á mbl.is

til baka