sun. 31. ágú. 2014 20:17
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór: Keyrðum upp hraðann

Davíð Þór Viðarsson og samherjar hans í FH fara í landsleikjafríið með tveggja stiga forskot á Stjörnuna í toppsæti Pepsi-deildarinnar eftir 4:0 sigur gegn nýliðum Fjölnis í Kaplakrika í kvöld.

„Við vorum bara lélegir í fyrri hálfleiknum og vorum bara heppnir að lenda ekki undir. Það var einhver værukærð í okkur og ekkert tempó í leik okkar. Við misstum boltann á hættulegum stöðum og þeir náðu á okkur skyndisóknum. Við ræddum um það í leikhléinu að við þyrftum að keyra upp hraðann og að hætta að færa þeim boltann. Eftir að við náðum að skora fyrsta markið þá var þetta aldrei spurning,“ sagði Davíð Þór við mbl.is eftir leikinn.

„Það er erfitt að stoppa okkur þegar við náum að spila boltanum hratt á milli okkar, skipta boltanum á milli kantana og taka hlaupin. Þessu náðum við vel í seinni hálfleik og eftirleikurinn var auðveldur,“ sagði Davíð Þór.

til baka