sun. 31. ágú. 2014 20:53
Ásmundur: Hann átti að stöðva leikinn

„Ég hef almennt verið mjög sáttur við störf dómara í sumar en hann er búinn að dæma hjá okkur tvisvar í deildinni og í hvorugt skiptið hef ég verið sáttur,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis sem hafði ýmislegt út á störf Þórodds Hjaltalín jr. að setja í 2:2-jafnteflinu við Breiðablik í Pepsi-deildinni í kvöld.

„Við erum svekktir að fara ekki með öll stigin heim með okkur í dag. Við skoruðum tvö góð mörk en fengum á okkur tvö og ég set spurningamerki við bæði mörkin,“ sagði Ásmundur. 

„Línan var sérstök hjá honum [Þóroddi] í dag og ég hefði látið hvorugt markið [hjá Blikum] standa. Í fyrra markinu var brotið á Ásgeiri Erni, og í seinna markinu lá maður með höfuðmeiðsli og það var tími til að stöðva leikinn áður en markið kemur. Þegar við vorum komnir í sókn var hins vegar leikurinn stöðvaður strax vegna höfuðmeiðsla,“ sagði Ásmundur. Nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndskeiði.

til baka