lau. 20. sept. 2014 10:05
Elías Bóasson fylgdist með leiknum við Hauka eftir að hafa meiðst í upphafi hans.
Úr leik eftir 27 sekúndur af mótinu

Það var stutt gaman hjá örvhentu skyttunni Elíasi Bóassyni í Fram á Íslandsmótinu í handbolta sem hófst í fyrrakvöld.

Elías meiddist á ökkla eftir aðeins 27 sekúndur í leik Fram og Hauka á fimmtudag og kom ekki meira við sögu.

Samkvæmt upplýsingum frá Bóasi Berki Bóassyni, föður Elíasar, leit þó ekki út fyrir að Elías væri brotinn. „Liðband hefur þá varla heldur skaddast, því þá hefði ökklinn allur bólgnað upp. Við bíðum bara núna eftir að sjá hvernig þetta er nákvæmlega, en ökklinn virtist illa farinn. Hann fer væntanlega í gifs,“ sagði Bóas við Morgunblaðið í gær og átti von á því að Elías yrði frá í einn eða tvo mánuði. Elías, sem verður 21 árs síðar á árinu, lék 18 leiki af 21 í deildinni með Fram síðasta vetur og skoraði 50 mörk. thorkell@mbl.is

 

til baka