lau. 20. sept. 2014 10:35
Róbert Gunnarsson og félagar verða í eldlínunni í Króatíu 2018 komist þeir í lokakeppni EM það ár.
24 þjóðir á EM í þremur löndum 2020

Í dag varð endanlega ljóst hvar lokamót Evrópumóts karla og kvenna í handknattleik fara fram árin 2018 og 2020.

EM karla fer fram í Króatíu árið 2018 en árið 2020 verður mótið í þremur löndum; Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Það verður jafnframt fyrsta mótið þar sem 24 þjóðir taka þátt. EM karla 2016 fer fram í Póllandi eins og áður lá fyrir.

EM kvenna fer fram í Frakklandi árið 2018 en árið 2020 verður mótið í Noregi og Danmörku. Næsta Evrópumót verður hins vegar í Svíþjóð 2016.

Kosið var um mótshaldara á ráðstefnu EHF í Dublin í dag en í hverju tilviki barst aðeins ein umsókn.

Ísland í riðli með Noregi, Eistlandi og Litháen

Í dag var einnig ákveðið að veita Kósovó aðild að EHF og þar með eru handboltaþjóðir Evrópu orðnar 50 talsins.

Þá var dregið í riðla fyrir undankeppi HM U21-landsliða. Ísland lenti í riðli með Noregi, Eistlandi og Litháen.

til baka