mið. 1. okt. 2014 08:30
Claudio Bravo gómar boltann.
Bravo, til hamingju!

Á meðan að flestra augu beinast að mönnum á borð við Lionel Messi og Neymar, eða hreinlega Luis Suárez þó að hann fái enn bara að sprikla í æfingaleikjum eru þeir svo sannarlega fleiri sem lagt hafa sitt af mörkum til að gera byrjun Barcelona á tímabilinu nánast gallalausa.

Þar má nefna knattspyrnustjórann Luis Enrique, sem virðist ekki síður hafa margt til brunns að bera sem slíkur en sem leikmaður. Af leikmönnum má svo helstan nefna eina af stjörnum síðasta heimsmeistaramóts, markvörðinn Claudio Bravo, sem er strax að verða búinn að skrá sig í metabækurnar hjá spænska stórveldinu.

Bravo kom til Barcelona í sumar líkt og Þjóðverjinn Marc-André ter Stegen, og fyrir fram var alls kostar óvíst hvor þeirra yrði aðalmarkvörður liðsins og tæki þar með við af Victori Valdés, sem varði mark liðsins í 12 ár. Þrátt fyrir slæm mistök í fyrsta æfingaleik sínum í sumar varð Bravo að lokum fyrir valinu.

Sílebúinn hefur nú haldið markinu hreinu í öllum sex leikjum Barcelona í deildinni, í samtals 540 mínútur. Hann er núna aðeins 20 mínútur frá því að bæta 37 ára gamalt met Pedro Artola sem hóf feril sinn hjá Barcelona með því að halda hreinu í 560 mínútur í deildarleikjum. Metið getur Bravo slegið gegn Rayo Vallecano um helgina. Það er hins vegar lengra í metið sem Miguel Reina á frá því að hann hélt hreinu í 824 mínútur samfleytt í deildinni tímabilið 1972-73.

Sjá greinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

til baka