mið. 1. okt. 2014 12:19
Harpa Þorsteinsdóttir með syni sínum eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn á dögunum.
Stjarnan með fimm í úrvalsliðinu - Harpa best

Íslandsmeistarar Stjörnunnar eiga fimm leikmenn í úrvalsliði nýafstaðins Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu, en tilkynnt var um valið í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. Stjarnan á einnig besta leikmann og þjálfara mótsins.

Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir, sem skoraði 27 mörk í Pepsi-deildinni í sumar, var valin besti leikmaður mótsins. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, var valinn besti þjálfarinn en hann gerði Stjörnuna að Íslands- og bikarmeisturum.

Stuðningsmenn Selfoss voru einnig heiðraðir og Harpa fékk viðurkenningu fyrir besta mark ársins. Þá var Bríet Bragadóttir valin besti dómarinn.

Lið ársins (4-4-2):

Markvörður:
Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni

Varnarmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni
Glódís Perla Viggósdóttir, Stjörnunni
Blake Ashley Stockton, Selfossi
Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA

Miðjumenn:
Kayla Grimsley, Þór/KA
Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki
Sigrún Ella Einarsdóttir, Stjörnunni

Sóknarmenn:
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni
Helen Lynskey, Aftureldingu

Besti leikmaður: Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni

Besti þjálfari: Ólafur Þór Guðbjörnsson, Stjörnunni

Besti dómari: Bríet Bragadóttir

Bestuð stuðningsmenn: Stuðningsmenn Selfoss

Mark ársins: Harpa Þorsteinsdóttir gegn Aftureldingu

til baka