mið. 1. okt. 2014 16:30
Kári Árnason tekur oft löng innköst fyrir Rotherham sem geta reynst hættuleg.
Fyrsta mark Kára í 19 mánuði - myndband

Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason hafði ekki skorað mark í 19 mánuði þegar hann kom Rotherham yfir gegn Blackburn í 2:0-sigri í ensku B-deildinni í knattspyrnu í gærkvöld.

Kári skoraði markið utarlega úr teignum í kjölfarið á hornspyrnu, eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Hann skoraði síðast fyrir Rotherham í 4:0-sigri á Oxford í byrjun mars 2013, en tókst ekki að finna netmöskvana á síðustu leiktíð. Hann skoraði síðast fyrir íslenska landsliðið í 2:0-sigri á Noregi í upphafi undankeppni HM í september 2012.

Með sigrinum komst Rotherham upp í 17. sæti en liðið er með 11 stig eftir 10 leiki.

Helstu atvik úr leik Rotherham og Blackburn:

 

til baka