mið. 1. okt. 2014 16:36
Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið vel af stað með Sélestat í Frakklandi í haust.
Snorri Steinn markahæstur í Frakklandi

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik, er markahæsti leikmaður frönsku 1. deildarinnar um þessar mundir. Hann hefur skorað 25 mörk  fyrir Sélestat í þremur fyrstu leikjum liðsins. Fjórða umferð deildarinnar hefst í kvöld og þá fá Snorri og samherjar Cesson Rennes í heimsókn.

Mikil einvala lið handknattleiksmanna leikur í frönsku 1. deildinni um þessar mundir. 

Hugo Descat, hjá Créteil, er annar markahæsti leikmaður deildarinnar með 24 mörk eins og Baptiste Butto hjá meisturum Dunkerque. Jerome Fernandez er í fjórða sæti með 23 mörk og Klemen Ceht hjá Aix en Provence hefur skorað 22 mörk.  Danska stórskyttan, Mikkel Hansen, hjá PSG, hefur skorað 15 mörk.

Snorri hefur skorað fimm af 25 mörkum sínum úr vítaköstum. 

til baka