mið. 22. okt. 2014 07:35
Í lífstíðarbann fyrir að ráðast á dómarann (myndskeið)

Króatíska hnefaleikasambandið hefur dæmt Vido Loncar í lífstíðarbann eftir að hann sló dómara í gólfið og barði hann síðan hvað eftir annað eftir bardaga á Evrópumóti unglinga í Zagreb í Króatíu.

Það var á mánudagskvöldið sem pólski dómarinn stöðvaði bardaga milli Vidos Loncars og Litháans Algirdas Baniulis. Hann úrskurðaði Baniulis sigurvegara á tæknilegu rothöggi í þriðju lotu og þann úrskurð sætti Loncar sig ekki við. Hann gekk að dómaranum og sló hann í gólfið og hélt síðan áfram að lumbra á honum þar til hann var dreginn í burtu.

 

til baka