mið. 22. okt. 2014 14:10
Kolbeinn Sigþórsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason fagna marki Gylfa í leiknum gegn Hollendingum á dögunum.
Mikill áhugi á Tékkaleiknum

Ljóst er að mikill áhugi er fyrir leik Tékklands og Íslands í undankeppni EM en leikið verður í Pilzen í Tékklandi, sunnudaginn 16. nóvember.  Ferðaskrifstofur hér á landi hafa sett upp sérstakar ferðir á leikinn og virðist mikill áhugi fyrir þessum ferðum.

Meðlimir Tólfunnar ætla margir að vera í Pilzen þennan dag og þá hefur heyrst að Íslendingar búsettir erlendis séu einnig að skipuleggja ferðir á leikinn.

Áhuginn er greinilega mikill en þeir Íslendingar sem ætla að tryggja sér miða á leikinn þurfa að gera það eigi síðar en 28. október. 

Hópferð hjá Vita ferðum

Hópferð hjá Gaman ferðum

til baka