fim. 23. okt. 2014 21:31
Darrel Lewis úr Tindastóli og Michael Craion úr KR í leiknum í kvöld.
KR-ingar efstir eftir framlengingu

Íslandsmeistarar KR eru einir á toppi Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Tindastóli í framlengdum leik í DHL-höllinni, 95:89, en stađan var 78:78 eftir venjulegan leiktíma.

KR er ţá međ 6 stig eftir ţrjá leiki en nýliđar Tindastóls töpuđu sínum fyrstu stigum í kvöld og eru međ 4 stig eftir ţrjá leiki.

KR tók á móti taplausum Stólum í kvöld. Eftir frábćra byrjun héldu menn ađ KR ćtluđu sér ađ valta yfir nýliđina en eftir ađ hafa jafnađ sig tiltölulega fljótt ţá náđu Stólarnir ađ koma sér aftur inní leikinn og ná 10 stiga forskoti.

Ţessum góđa kafla náđu ţeir hinsvegar ekki ađ fylgja nćgilega vel eftir, sem kostađi ađ KR komst ekki bara aftur inní leikinn heldur tóku ţeir völdin á vellinum og náđu sjálfir 9 stiga forystu, sem ţeir héldu lengi vel í seinni hálfleik.

Stólarnir komu síđan sterkir inní fjórđa hluta og áttu međ ágćtri spilamennsku á lokamínútum venjulegs leiktíma ađ klára KR, sem voru illa upplagđir ţegar lítiđ lifđi leik. Ţetta klikkađi hinsvegar sögulega illa hjá gestunum og KR ţakkađi fyrir sig og tók öll völd í leiknum, jafnađi og var nćrri búiđ ađ vinna leikinn á lokasekúndum hans.

Bćđi liđ fengu tćkifćrin til ađ klára leikinn en hvorugt gat og ţví ţurfti ađ framlengja. Í framlengingunni ţá var aldrei spurning hvort liđiđ myndi sigra, Dempsey var farinn af velli og Stólar í sóknarvandrćđum. KR gerđi mjög vel og hélt pressunni á Stólunum ţegar leikmenn ţess voru orđnir áberandi ţreyttir.

Hjá KR var Brynjar bestur en fast á hćla hans kom Helgi Magg, sem settir gríđarlega stórar körfur í leiknum. Craion var sterkur sem fyrr en ekki eins áberandi og oft áđur.    
Helgi Freyr var frábćr á kafla fyrir Stólanna en ţurfti ađ fylgja ţví betur eftir í seinni hálfleik. Lewis var ţeirra besti mađur en Ingvi Ingvason var einnig alveg frábćr. Stólarnir klúđruđu ţessum leik mun meira en ađ KR hafi unniđ hann ţví tćkifćriđ var slíkt ađ ei verđur hjá ţví horft.

Meira um leikinn í Morgunblađinu í fyrramáliđ.

Til ađ sjá allt sem gerđist í leikjum kvöldsins, smelliđ á KÖRFUBOLTINN Í BEINNI.

Gangur leiksins:: 3:0, 12:2, 13:10, 15:14, 20:21, 24:31, 31:34, 42:36, 49:40, 55:47, 60:53, 63:62, 63:66, 68:72, 68:75, 78:78, 83:89, 95:.

KR: Brynjar Ţór Björnsson 28/8 fráköst, Helgi Már Magnússon 22/9 fráköst, Michael Craion 21/8 fráköst, Darri Hilmarsson 10/9 fráköst, Högni Fjalarsson 6, Finnur Atli Magnússon 4/5 fráköst, Hörđur Helgi Hreiđarsson 2/6 fráköst, Björn Kristjánsson 2.

Fráköst: 35 í vörn, 11 í sókn.

Tindastóll: Darrel Keith Lewis 24/11 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 20/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 18, Myron Dempsey 12/8 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 6/4 fráköst/7 stođsendingar, Darrell Flake 5, Helgi Rafn Viggósson 3/4 fráköst, Svavar Atli Birgisson 1.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin Rúnarsson, Halldor Geir Jensson.

til baka