fös. 24. okt. 2014 06:59
Birgir Leifur Hafţórsson.
Íslendingarnir á sama velli

Íslensku kylfingarnir ţrír, sem komust í gegnum 1. stig úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröđ karla, munu allir leika á sama vellinum á 2. stiginu. Birgir Leifur Hafţórsson GKG, Ólafur Björn Loftsson Neskblúbbnum og Ţórđur Rafn Gissurarson GR náđu ađ komast í gegnum 1. stigiđ en ţar léku ţeir á ţremur mismunandi völlum.

Ţeir félagar munu leika í Valencia á Spáni á golfsvćđi sem kallast Campo de Golf El Saler. Hefja ţeir leik 7. nóvember og verđa leiknar 72 holur á fjórum dögum. Á 2. stiginu er leikiđ á fjórum völlum á Spáni en ţar sem Íslendingar verđa á sama vellinum geta ţeir haft stuđning hver af öđrum.

Ţriđja og síđasta úrtökumótiđ fer fram á Spáni 15.-20. nóvember. Mótiđ er geysilega krefjandi, enda mikiđ undir, auk ţess sem ţar eru 6 hringir á dagskrá fyrir ţá sem komast í gegnum niđurskurđinn. Birgir Leifur er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur komist í gegnum lokamótiđ og unniđ sér ţátttökurétt á Evrópumótaröđinni. kris@mbl.is

 

til baka