fim. 30. okt. 2014 16:50
Björgvin Þór Hólmgeirsson er einn þriggja sem koma inn í landsliðið í handbolta fyrir leikinn í Svartfjallalandi.
Þrjár breytingar á handboltalandsliðinu

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, hefur ákveðið að gera þrjár breytingar á landsliðinu fyrir leikinn við Svarfellinga á sunnudaginn frá sigurleiknum við Ísrael í Laugardalshöllinni í gærkvöldi.

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Björgvin Þór Hólmgeirsson og Kári Kristján Kristjánsson koma inn í hópinn í stað Arnórs Þórs Gunnarssonar, Ernis Hrafns Arnarsonar og Gunnars Steins Jónssonar. 

Íslenska landsliðið  mætir Svartfellingum í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í Bar í Svartfjallalandi á sunnudaginn. Flautað verður til leiks klukkan 17.

 

til baka