fim. 30. okt. 2014 20:45
Guðmundur Guðmundsson tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbek í sumar.
Góð byrjun hjá Guðmundi með Dani

Guðmundur Þórður Guðmundsson fagnaði sigri í sínum fyrsta alvöruleik sem þjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik í kvöld.

Danir fögnuðu 10 marka sigri gegn Litháum, 31:21, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM en leikið var í Bröndby höllinni. Danir höfðu undirtökin allan tímann en staðan eftir fyrri hálfleikinn var, 16:8.

Mikkel Hansen skoraði 7 mörk fyrir Dani og þeir Hans Lindberg og Anders Eggert skoruðu 4 mörk hvor. Markvörðurinn Niklas Landin átti stórleik á milli stanganna en hann var með 52% mrkvörslu og sýndi og sannaði að hann er einn albesti markvörður heims.

til baka