mið. 17. des. 2014 11:45
Hart var tekist á í leik Frakka og Þjóðverja á EM í handknattleik kvenna í Zagreb í gærkvöldi.
Kæru Frakka var vísað frá

Kæru franska landsliðsins í handknattleik vegna framkvæmdar leiks liðsins við þýska landsliðið í millriðlakeppni EM kvenna í handknattleik hefur verið vísað frá af aganefnd Evrópumeistaramótsins í handknattleik.

Frakkar kærðu framkvæmd leiksins þar sem um skeið í síðari hálfleik, þegar þýska liðið átti að vera manni færra á leikvellinum, var það með fullskipað. Á þeim tíma skoruðu Þjóðverjar mark og náðu þriggja marka forskoti, 17:14. Leiknum lauk með jafntefli, 24:24, og misstu Frakkar þar með af dýrmætu stigi í keppninni um að komast í undanúrslit EM.

Aganefndir vísaði málinu frá á fundi sínum í morgun. Í niðurstöðunni er óbeint viðurkennt að mistök dómara og eftirlitsmanna, í þessu tilfelli að sjá ekki að þýska liðið var skipað of mörgum leikmönnum, væri hluti af leiknum. 

Frakk­ar eru með fimm stig ásamt Hol­lend­ing­um í þriðja til fjórða sæti mill­iriðils tvö. Svart­fell­ing­ar hafa sex stig og Sví­ar sjö. Tvö efstu lið riðils­ins fara í undanúr­slit. Í lok­umferðinni í dag mæta Frakk­ar Hol­lend­ing­um og Svar­fell­ing­ar og Sví­ar eig­ast við. 

Norðmenn, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum úr hinum milliriðlinum. Þar munu Danir, Spánverjar og Ungverjar berjast um sæti í undarúrslitum í lokaleikjum sínum í dag. 

til baka