sun. 25. jan. 2015 17:52
Olivier Giroud og Calum Chambers fagna eftir ađ Theo Walcott kom Arsenal yfir í leiknum í dag.
Arsenal í sextán liđa úrslitin

Arsenal er eina „stóra“ liđiđ sem hefur tryggt sér sćti í sextán liđa úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en Lundúnabúarnir sigruđu B-deildariđ Brighton, 3:2, á útivelli í síđasta leik dagsins.

Theo Walcott og Mesut Özil komu Arsenal í 2:0 í fyrri hálfleik og Tomás Rosický í 3:1 í seinni hálfleik. Brighton minnkađi muninn tvisvar međ mörkum frá Chris O'Grady og Sam Baldock.

Fylgst var međ gangi mála hér á mbl.is:

90. Leik lokiđ og Arsenal er komiđ áfram.

75. MARK - 2:3. Ţađ er enn líf í Brighton. Sam Baldock minnkar muninn fyrir heimamenn og ţeir eiga enn von. Vippar boltanum yfir Szczesny í marki Arsenal.

59. MARK - 1:3. Arsenal dregur mestu spennuna úr leiknum á ný. Tomás Rosický nćr boltanum og sendir á Olivier Giroud, fćr hann aftur frá Frakkanum og tekur boltann viđstöđulaust á lofti frá vítateig. Vel gert.

50. MARK - 1:2. Brighton er komiđ inn í leikinn. Chris O'Grady skorar međ föstu skoti úr miđjum vítateig. Spenna ađ hlaupa í ţetta.

45. Hálfleikur á suđurströndinni og Arsenal í ţćgilegri stöđu. Eins og reyndar Chelsea var gegn Bradford City í gćr!

24. MARK - 0:2. Annar sem ekki hefur spilađ mikiđ í langan tíma, Mesut Özil, fćr sendingu inn í vítateig Brighton frá Tomás Rosický og skorar af yfirvegun.

2. MARK - 0:1. Arsenal er ekki lengi ađ ná undirtökunum í strandborginni. Theo Walcott skorar strax í byrjun. Langţráđ mark ţví hann skorađi síđast fyrir Arsenal á nýársdag 2014. Hörkuskot eftir fyrirgjöf frá Calum Chambers.

1. Leikurinn er hafinn.

Brighton: Stockdale, Bruno, Greer, Dunk, Bennett; Holla, Ince, Calderon, Forster-Caskey, Baldock, O'Grady.

Arsemal: Szczesny, Chambers, Koscielny, Monreal, Gibbs, Flamini, Walcott, Ramsey, Ozil, Rosicky, Giroud

til baka