sun. 25. jan. 2015 19:35
Króatar fagna sigrinum i leikslok gegn  Brasilíu í kvöld.
Króatar mörðu sigur gegn Brasilíu

Króatía lagði Brasilíu 26:25 í 16-liða úrslitum HM í handbolta í kvöld í gríðarlega jöfnum og spennandi leik. Króatíska liðið mætir annaðhvort  Pólverjum eða Svíum í átta liða úrslitum keppninnar.

Fylgst var með gangi mála á mbl.is

60. mín 26:25 Króatar náðu að landa sigri, en erfitt var það því þeir komust í 25:24 þegar rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka og síðan skoraði hvorugt liðið næstu þrjár mínúturnar en þá kom mark frá Króatíu og Brasilú tókst ekki að brúa það bil þó þeir gerðu eitt mark.

45. mín 20:20 Brasilíumenn hafa náð góðum kafla og gerðu 5 mörk gegn einu og komust yfir 19:20.

34. mín 17:15 Króatar mæta ákveðnir til leiks og gera fyrstu fjögur mörk síðari hálfleiks og Brasilúmenn taka leikhlé.

30. mín 13:15 Hálfleikur. Brasilía breytti stöðunni úr 12:11 í 12:14 með þremur mörkum í röð, einu þar sem þeir voru manni færri.

25. mín 12:11 Brasilíka komst í 8:9 en Króatar gerðu næstu tvö mörk, 10:9 og síðan hefur allt verið í járnum.

15. mín 8:8 Brassar stríða Króötum og hafa nú jafnað metin með því að gera tvö  mörk í röð.

7. mín 6:4 Brassarnir gerðu tvö í röð, 4:3 og ætla sér helst að hanga inni í leiknum þó svo Króatar séu taldir mun sigurstranglegri.

4. mín. 4:1 Króatar gerðu fyrstu tvö mörkin en Brasilía lagaði stöðuna áður en Króatar svöruðu með tveimur mörkum.

Króatar sigruðu í B-riðli með fullt hús en Brasilía krækti í fjögur stig í A-riðli og fjórða sætið.

til baka