sun. 25. jan. 2015 21:27
Aron Sigurðarson, til hægri, skoraði fyrra mark Fjölnis.
Fjölnismenn í undanúrslit

Fjölnismenn tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla í knattspyrnu með því að sigra Fylki, 2:1, í Egilshöllinni.

Aron Sigurðarson kom Fjölni yfir, Kolbeinn Birgir Finnsson, fimmtán ára Fylkismaður, jafnaði metin, en Birnir Snær  Ingason, 18 ára, skoraði sigurmark Grafarvogsliðsins rétt fyrir leikslok.

Fjölnir og KR eru með 6 stig hvort í A-riðli mótsins og eru bæði komin áfram en eiga eftir að mætast og útkljá hvort vinnur riðilinn. Fylkir og Fram eru án stiga. Sigur Fjölnis þýddi að KR væri komið áfram en hefði Fylkir unnið leikinn hefðu KR-ingar ekki verið öruggir.

Þar með liggur fyrir að Fjölnir, KR og Leiknir verða í undanúrslitunum og fjórða liðið verður Valur eða Víkingur. Undanúrslitin fara fram í Egilshöllinni fimmtudaginn 5. febrúar og úrslitaleikurinn á sama stað mánudagskvöldið 9. febrúar.

til baka