mán. 26. jan. 2015 07:40
Skúli Freyr Sigurðsson sigurvegari í keilukeppni Reykjavíkurleikanna.
Slógu út heimsmeistara

Skúli Freyr Sigurðsson úr Keilufélagi Akraness sigraði í keilukeppni Reykjavíkurleikanna sem fram fór í Egilshöll um helgina. Í úrslitum lék hann gegn Hafþóri Harðarssyni úr ÍR og sigraði með 27 pinna mun. Í þriðja sæti var Matthias Möller frá Svíþjóð en efst kvenna var Alda Harðardóttir úr Keilufélagi Reykjavíkur.

Sænsku gestirnir Matthias Möller sem var í þriðja sæti og Robert Andersson sem er Heimsmestari í tvímenningi leiddu keilukeppnina allt fram í milliriðil en voru slegnir út í úrslitunum. Óhætt er að segja að Skúli Freyr og Hafþór geti verið stoltir af að vera fyrir ofan og hafa slegið út heimsmeistara í keppni helgarinnar.

Heildarúrslit keilukeppni Reykjavíkurleikanna má finna hér.

til baka