mán. 26. jan. 2015 06:58
Laufey Ásta Guðmundsdóttir úr Gróttur reynir skot að marki en Esther V. Ragnarsdóttir hjá Stjörnunni er til varnar.
„Við erum stöðugri í leik okkar en undanfarin ár“

„Jú, ég átti svo sannarlega von á jafnari og meira spennandi leik, sérstaklega þar sem við töpuðum fyrir þeim í deildabikarnum fyrir skömmu,“ sagði Íris Björk Símonardóttir, markvörður kvennaliðs Gróttu í handknattleik.

Grótta tók á móti Stjörnunni á laugardaginn og þar sem Garðbæingar eru í þriðja sæti deildarinnar og mátti því búast við spennandi leik. Sú varð ekki raunin því Grótta sigraði 29:19 eftir að hafa verið 18:7 yfir í hálfleik.

„Við náðum snemma tökum á leiknum og héldum síðan okkar dampi og það gekk allt upp hjá okkur og voðalega lítið hjá þeim. Þær voru langt frá því að vera líkar sjálfum sér eins og til dæmis í deildabikarnum. Við náðum að loka á þær og fengum fullt af hraðaupphlaupum og það dró úr þeim kraftinn eins og oft vill verða þegar lið fær mikið af þannig mörkum í bakið, sagði markvörður Gróttu.

Nánar er rætt vð Írisi og fjallað um deildina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

til baka