fös. 27. feb. 2015 13:01
Arnór Smárason
Arnór lánađur til Moskvu

Sćnska knattspyrnufélagiđ Helsingborg hefur lánađ miđjumanninn Arnór Smárason til rússneska félagsins Torpedo Moskva fram á mitt sumar, eđa til 30. júní.

Ţetta var tilkynnt á vef Helsingborg fyrir stundu. „Ţetta verđur skemmtilegt ćvintýri, deildin er ein af ţeim stćrstu í Evrópu og ég fć gott  tćkifćri til ađ sýna mig og sanna," segir Arnór viđ vef sćnska félagsins.

Torpedo er í tólfta sćti af sextán liđum í rússnesku úrvalsdeildinni, einu stigi ofar en Ural, sem Sölvi Geir Ottesen lék međ til skamms tíma, en 17 umferđir af 30 voru leiknar fyrir áramót.

Fyrsti leikur liđsins eftir vetrarfríiđ er útileikur gegn Amkar Perm annan mánudag, 9. mars.

Arnór er 26 ára gamall og kom til Helsingborg frá Esbjerg í Danmörku sumariđ 2013. Hann lék 26 af 30 leikjum liđsins í sćnsku úrvalsdeildinni á síđasta ári og skorađi 4 mörk. Arnór hefur leikiđ 17 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorađ tvö mörk.

til baka