mið. 1. apr. 2015 07:17
Stephen Curry hjá Golden State Warriors og Chris Paul hjá Los Angeles Clippers einbeittir í leik liðanna í nótt.
Tíundi sigur Warriors í röð

Golden State Warriors vann sinn tíunda sigur í röð þegar liðið lagði LA Clippers í hörku Vesturstrandarslag í Staples Center í Los Angeles, 110:106. Clippers missti hinsvegar niður sautján stiga forystu og tókst ekki að vinna sinn sjöunda leik í röð.

Stephen Curry skoraði 27 stig  fyrir Golden State og Klay Thompson 25 en Blake Griffin skoraði 40 stig fyrir Clippers. 

Meistarar San Antonio Spurs virðast vera að smella saman á réttum tíma en þeir unnu Miami Heat á útivelli, 95:81. Tony Parker skoraði 16 stig fyrr Spurs í sínum þúsundasta NBA-leik en Kawhi Leonard var með 22 stig og átti einu sinni sem oftar stórleik gegn Miami. Goran Dragic skoraði 19 stig fyrir Miami sem er í gífurlega hörðum slag um að komast áfram í Austurdeildinni.

Úrslitin í nótt:

Brooklyn - Indiana 111:106
Detroit - Atlanta 105:95
Miami - San Antonio 81:95
LA Clippers - Golden State 106:110

Í Austurdeild eru Atlanta, Cleveland, Chicago, Toronto og Washington komin áfram en Milwaukee, Miami, Brooklyn, Boston, Indiana, Charlotte og Detroit berjast um síðustu þrjú sætin í úrslitakeppninni.

Í Vesturdeild eru Golden State, Memphis, Houston, Portland og LA Clippers komin áfram, San Antonio og Dallas eru í all öruggri stöðu en Oklahoma City og New Orleans berjast um áttunda og síðasta sætið.

til baka