mán. 20. apr. 2015 16:23
Nicklas Bendtner.
Bendtner tekinn úr hópnum vegna óstundvísi

Daninn Nicklas Bendtner var settur út úr liði Wolfsburg fyrir leik þeirra gegn Schalke í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu síðasta sunnudag. Það stóð til að danski landsliðsmaðurinn byrjaði leikinn en hann var of seinn á föstudagsæfingu þannig að þjálfari liðsins, Dieter Hecking, ákvað að taka hann úr liðinu.

„Nicklas átti frá að spila frá upphafi en æfingin okkar virtist hafa átt sér stað fyrr en hann hélt.“ sagði Hecking. ,,Það eru margar leiðir til að finna út hvenær það er æfing. Og það er ekki eins og það sé mikil umferð í Wolfsburg.“ bætti Klaus Allofs, íþróttastjóri félagsins, við.

Hecking ræddi málið frekar við danska blaðið BT.

„Við sem lið höfum reglur sem allir eiga að hlýða. Brjótirðu þessar reglur skaltu mæta afleiðingunum. Við höfum þó rætt við Nicklas og allt er gott á ný.“

Bendtner er ekki af baki dottinn:

 

Stay strong and look forward. Mistakes can be made, but you got to deal with it and keep progressing.

A photo posted by Nicklas Bendtner (@bendtner3) on Apr 19, 2015 at 2:44pm PDT

til baka