fös. 22. maí 2015 08:34
Mourinho ásamt aðstoðarmönnum sínum.
Mourinho er stjóri ársins

José Mourinho hefur verið útnefndur knattspyrnustjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Undir stjórn Mourinho varð Chelsea Englandsmeistari og vann einnig sigur í ensku deildabikarkeppninni.

Mourinho hafði betur í baráttunni við Ronald Koeman (Southampton), Gary Monk (Swansea), Niego Pearson (Leicester) og Arsena Wenger (Arsenal).

„Þetta er eins og þið segið á Englandi, ísinn ofan á kökuna en kakan er mikilvægari heldur en ísinn. Kakan er enska úrvalsdeildin,“ sagði Mourinho í viðtali við Sky Sports.

 

 

til baka