fim. 30. júlí 2015 09:28
Chung Moon-Joon liggur ekki á skoðunum sínum.
Eins og mannæta sem borðar foreldra sína

Chung Mong-joon frá Suður-Kóreu, fyrrum varaforseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hefur bæst í hóp þeirra sem vilja taka við af Sepp Blatter þegar hann lætur af embætti á næstu mánuðum. Hann segist ætla að tilkynna framboð sitt formlega í næstu viku.

Hann hefur nú hjólað í Michel Platini, forseta UEFA, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að bjóða sig fram.

„Platini var góður í fótbolta, en væri hann góður forseti FIFA? Ég held ekki, hann er afleiðing af núverandi kerfi innan sambandsins. Það er stór spurning hvort hann geti komið nýjum blæ inn í FIFA eða verið einfaldlega eftirmynd af Blatter,“ sagði Mong-joon og sneri sér næst að Blatter, en hann sat í framkvæmdarstjórn sambandsins á árum áður og reyndi árið 2002 að koma í veg fyrir að Blatter yrði endurkjörinn.

„Blatter er eins og mannæta sem borðar foreldra sína og grætur svo vegna þess að hann er munaðarlaus. Hann reynir að kenna öllum öðrum um en sjálfum sér. Ég mun hins vegar boða meira gagnsæi og koma í veg fyrir spillingu,“ sagði Mong-joon.

til baka