fim. 30. júlí 2015 09:51
Ísland er með Króatíu í riðli.
Engir góðkunningjar

Þjóðirnar sem Ísland dróst með í riðil í undankeppni HM 2018 á dögunum hafa ekki verið tíðir gestir á Laugardalsvellinum. Ekki í svokölluðum mótsleikjum í það minnsta en það er helst að Íslendingar hafi dregist nokkrum sinnum áður með Tyrkjum í riðil.

Ísland var í öðrum styrkleikaflokki og fékk Króatíu úr efsta styrkleikaflokki. Úkraína kemur úr þeim þriðja og þar á eftir komu Tyrkland og Finnland og er Ísland sem sagt í fimm liða riðli. Morgunblaðið rifjaði upp landsleiki gegn þessum þjóðum í gegnum tíðina en Ísland hefur aldrei leikið mótsleik gegn frændum okkar frá Finnlandi. Líklega hafa þessar þjóðir verið nokkuð oft í sama styrkleikaflokki á árum áður.

Sjá alla upprifjunina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

til baka