sun. 30. ágú. 2015 19:35
Aron Sigurðarson og félagar í Fjölni unnu sigur í Garðabæ fyrr í sumar.
Jafntefli í Grafarvoginu

Fjölnir og Stjarnan gerðu 1:1 jafntefli  í 18. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í kvöld en liðin áttust við á Fjölnisvelli.  Hvort lið bætir því einu stigi í safnið. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Fjölnismenn voru sterkari aðilinn í fyrri háfleik og Gunnar Már kom heiamönnum yfir aá 24. m+inútu en með smá heppni hefði Fjölnir getað gert fleiri mörk fyrir hlé. En skot þeirra fóru framhjká þegar þeir voru í fínum færum.

Veigar Páll kom inná hjá Stjörnunni í hálfleik og við það kom meiri skynsemi í leik liðsins og sóknir þess urðu markvissari. Fjölnismenn bökuð allt of mikið og það hlaut eiginlega að enda með marki frá gestunum og það kom á 77. mínútur. Flott mark hjá Guðjóni Baldvinssyni, negla rétt utan teigs í bláhornið.

til baka