sun. 30. ágú. 2015 17:30
KR og Valur mætast í þriðja sinn í sumar.
Íslenski boltinn í beinni - heil umferð

Átjánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu er leikin í heilu lagi í dag, sunnudag. Fylgst er með gangi mála í öllum leikjunum á einum stað í ÍSLENSKA BOLTANUM Í BEINNI hér á mbl.is.

Toppliðin þrjú í deildinni, FH, Breiðablik og KR, eiga öll heimaleiki. KR fær þar meðal annars tækifæri til að snúa við blaðinu gegn Valsmönnum þegar liðin mætast í Frostaskjólinu. Valur hefur unnið KR-inga tvívegis á tímabilinu, 3:0 í deildinni á heimavelli og 2:0 í bikarúrslitaleiknum.

Það er einnig hart barist á botninum þar sem ÍBV fær Keflavík í heimsókn, en eini sigurleikur Keflavíkur á tímabilinu kom einmitt á móti Eyjamönnum í 7. umferð deildarinnar.

Leikir dagsins:
17.00 ÍBV - Keflavík
18.00 FH - Víkingur R.
18.00 KR - Valur
18.00 Fylkir - ÍA
18.00 Fjölnir - Stjarnan
18.00 Breiðablik - Leiknir R. 

Smellið á ÍSLENSKA BOLTANN Í BEINNI til að opna beinu lýsinguna hér á mbl.is.

til baka