sun. 29. nóv. 2015 07:28
Kristín Ingadóttir úr Birninum með pökkinn í leiknum í gærkvöld.
Stórsigur hjá Ynjum

Ynjur Skautafélags Akureyrar gerðu góða  ferð í höfuðborgina í gærkvöld þegar þær unnu stórsigur á Birninum, 8:1, í Egilshöllinni á Íslandsmóti kvenna í íshokkí.

Ynjur eru þá með 17 stig eftir sjö leiki en Ásynjur eru með 16 stig eftir sex leiki. Björninn er með 6 stig eftir átta leiki og SR er án stiga eftir fimm leiki.

Silvía Björgvinsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Ynjur og átti 4 stoðsendingar. Sunna Björgvinsdóttir skoraði 4 mörk, Teresa Snorradóttir og Harpa Benediktsdóttir eitt hvor en Nanna Baldursdóttir skoraði fyrir Björninn.

 

til baka