sun. 7. feb. 2016 23:05
Justin Shouse sýnir handlegginn og sporin.
Tólf spor í handlegg Justins

Körfuboltamaðurinn Justin Shouse úr Stjörnunni meiddist á handlegg í kvöld þegar Garðabæjarliðið lagði Þór að velli í Þorlákshöfn, 94:87, í Dominos-deild karla.

Justin lenti á auglýsingaskilti með þeim afleiðingum að sauma þurfti 12 spor í handlegginn. Hann er þó hinn brattasti og er nýbúinn að birta meðfylgjandi mynd og texta á Twitter þar sem hann segir að gamli númer 12 hafi þurft 12 spor. Það hafi verið tími kominn á þetta eftir öll þau skipti sem hann hafi lent á auglýsingaspjöldum.

En hann er fyrst og fremst stoltur af Stjörnumönnum að hafa innbyrt sigurinn.

12 stitches for old number 12.. For all the times I have dove into ads I was due! PROUD OF OUR TEAM TO GET THE W! pic.twitter.com/oT1xSL7kM9

— jshouse (@shousey12) February 7, 2016
til baka