mán. 27. júní 2016 20:30
Þota frá Prestsbæ og Þórarinn Eymundsson.
Stólpagripir mæta til leiks

Þota frá Prestsbæ stendur efst í flokki 7 vetra hryssna en hún hlaut í aðaleinkunn 8,81. Hún hlaut 8,94 fyrir hæfileika en 8,61 fyrir sköpulag. Knapi hennar er Þórarinn Eymundsson. Jörð frá Koltursey er efsta 6 vetra hryssan með 8,67 í aðaleinkunn. Knapi hennar er Daníel Jónsson.

Til að auðvelda bestu klárhrossum landsins að komast inn á Landsmót var 10 stigum bætt við aðaleinkunn klárhrossa í sætisröðun hrossa inn á mótið. Fjöldatakmarkanir eru notaðar núna í stað lágmarkseinkunnar. Hér fyrir neðan eru myndir af efstu kynbótahrossum inn á mót. 

til baka