mán. 27. júní 2016 21:08
Kyle Walker og Jack Wilshere í leikslok.
„Okkar versta tap frá upphafi“

Gary Lineker, ein stærsta knattspyrnuhetja Englendinga og núverandi sjónvarpsmaður hjá BBC, dró hvergi af í fullyrðingum sínum á Twitter eftir leik Íslands og Englands á EM í Frakklandi. Virðist hann hafa talið fjölda íslenskra eldfjalla. 

Lineker sagði einfaldlega að tapið væri það versta í sögu enskrar knattspyrnu. Hann bætti við að England hafi tapað fyrir þjóð sem á fleiri eldfjöll heldur en atvinnumenn í fótbolta. En bætti þó við: Vel gert Ísland. 

 

The worst defeat in our history. England beaten by a country with more volcanoes than professional footballers. Well played Iceland.

— Gary Lineker (@GaryLineker) June 27, 2016
til baka