mán. 27. júní 2016 22:09
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsin, var að vonum kampakátur eftir leikinn.
Trúi ekki hvað er í gangi

„Ég trúi ekki hvað er í gangi eiginlega. Við erum virkilega stoltir af þessum árangri og ég vona að íslenska þjóðin sé það líka. Seinna markið okkar var glæsilegt og kom eftir laglegt spil og það er ánægjulegt að tryggja okkur sigurinn með svona fallegu marki,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Símann Sport eftir 2:1-sigur liðsins gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Nice í kvöld. 

„Við töluðum um það fyrir leikinn að við gætum ekki verið  í skotgröfunum allan leikinn. Við náðum upp fínu spili á köflum og við vorum rólegir og yfirvegaðir stóran hluta leiksins. Það hjálpaði okkur að við höfðum engu að tapa og pressan var öll þeirra megin,“ sagði Aron Einar enn fremur.

 

til baka