mán. 27. júní 2016 22:24
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar sigri íslenska liðsins með Kolbeini Sigþórssyni.
Sýndum gríðarlegan karakter

„Þetta var mjög erfitt sérstaklega eftir að hafa lent undir snemma leiks, en það sýnir styrk liðsins og karakter að koma til baka og jafna fljótlega. Stuðningurinn frá íslensku stuðningsmönnunum gaf okkur auka kraft og skipti sköpum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, eftir ótrúlegan 2:1-sigur liðsins gegn Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Nice í kvöld. 

„Við náðum að hvíla okkur meira með boltann en í undanförnum leikjum, sóttum meira og vörðumst framar. Þeir náðu þó að setja okkur undir pressu nokkrum sinnum og fengu nokkur færi þar sem hurð skall nærri hælum. Mér fannst sigur okkar þó sanngjarn. Ensku strákarnir eru niðurbrotnir og þeir eiga erfitt með að trúa þessu,“ sagði Gylfi Þór enn fremur. 

til baka