þri. 26. júlí 2016 17:34
Týr og Ægir við bryggju í Reykjavík.
Týr siglir til móts við ástralska skútu

Um kl. 14 í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um aðstoð frá ástralskri skútu sem stödd var tæpar 180 sjómílur vestur af Garðskaga. Skútan lak en hún siglir nú fyrir eigin vélarafli til lands. Varðskipið Týr hefur verið sent til móts við skútuna.

Mun Týr sjá skútunni fyrir eldsneyti þar sem skipstjóri hennar sér ekki fram á að ná til lands án þess. Varðskipið mun fylgja skútunni til hafnar og er áætlað að Týr verði kominn að henni um kl. 22 í kvöld.

til baka