mán. 29. ágú. 2016 06:59
Fanndís Friðriksdóttir.
Væri gaman að lengja tímabilið

Breiðablik tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær. Blikar sigruðu velska liðið Cardiff Metalist af miklu öryggi, 8.0, í síðasta leiknum í undanriðli um sæti í 32 liða úrslitunum.

Svava Rós Guðmundsdóttir og Rakel Hönnudóttir skoruðu tvö mörk hvor og þær Fanndís Friðriksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Esther Rós Arnarsdóttir skoruðu mörkin í gær.

Fanndís sagði í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn að sigurinn hefði verið jafnöruggur og lokatölurnar gefa til kynna. „Ég myndi segja það. Við áttum geggjaðan fyrri hálfleik og völtuðum yfir þær,“ sagði Fanndís en staðan var 6:0 fyrir Breiðablik eftir rúmlega hálftíma leik. „Þær vissu í rauninni ekkert hvað þær áttu að gera.“

Nánar er rætt við Fanndísi í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

til baka