mán. 29. ágú. 2016 07:42
Jón Arnór Stefánssons skrifar undir samning viđ KR.
Ég er kominn heim

„Ég hef veriđ ađ fá tilbođ, flest frá Spáni, og ţau hefđu örugglega haldiđ áfram ađ koma fram í september. Ég ýtti ţví öllu frá mér, ákvađ ađ klára ţetta og var kannski innst inni ţegar búinn ađ ákveđa ađ koma heim,“ sagđi Jón Arnór Stefánsson, landsliđsmađur í körfuknattleik, í samtali viđ Morgunblađiđ skömmu eftir ađ hafa skrifađ undir tveggja ára samning viđ uppeldisfélag sitt, KR. Hann snýr ţví aftur heim eftir farsćlan feril sem atvinnumađur; nánast sleitulaust frá árinu 2002 ef frá er talinn einn vetur.

Jón Arnór er 33 ára gamall og án efa einn besti körfuknattleiksmađur sem Ísland hefur aliđ. Hann lék á ferli sínum erlendis međ tíu félögum í fimm löndum og varđ međal annars Evrópumeistari, fyrstur íslenskra körfuknattleiksmanna, međ rússneska liđinu Dynamo St. Pétursborg áriđ 2005. Jón lék ađ auki í Ţýskalandi, á Ítalíu, í Bandaríkjunum og á Spáni, en ţar spilađi hann síđustu tvö árin viđ góđan orđstír. Fyrst međ Unicaja Málaga og svo Valencia síđasta vetur, og barđist í toppbaráttu međ báđum liđum.

„Síđustu tvö ár standa svolítiđ upp úr og viđ fjölskyldan vorum mjög ánćgđ í Málaga og Valencia. Börnunum líkađi vel á leikskóla, viđ vorum á góđum stađ viđ ströndina og svona. Svo gekk líka vel, viđ vorum í toppbaráttu sem var mjög skemmtilegt síđustu tvö árin mín. Ég lít sáttur um öxl, ţađ eru engin táraflóđ eđa tilfinningar. Mér finnst gott ađ enda ferilinn úti á ţessum nótum; ađ hafa veriđ í góđu formi ađ spila vel. Ţađ held ég ađ sé góđur tímapunktur til ađ stíga frá og koma heim,“ sagđi Jón Arnór.

Nánar er rćtt viđ Jón Arnór í íţróttablađi Morgunblađsins í dag.

til baka